JÓLABALL kl.11.00. Komið hefur verið fyrir stóru jólatré í kirkjunni og við dönsum kringum það. Örn spilar fyrir okkur á orgelið og flygil kirkjunnar og leiðir söng og sr.Þórhallur segir frá jólunum. Heyrst hefur að jólasveinninn komi í heimsókn með fullan poka af jólanammi! Allir eru hjartanlega velkomnir, fullorðnir fá kaffi og meððí og aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis.

 

Ensk messa kl.14.00. Prestur sr.Toshiki Toma. Organisti Örn Magnússon.