Samvera eldri borgara hefst 7. sept. 2022

Miðvikudaga kl. 13:15 – 15:00. Hauststarfið hefst miðvikudaginn 7. september 2022

Samverurnar eru alla miðvikudaga frá kl. 13:15 – 15:00 í safnaðarheimili kirkjunnar. Glens, gleði og lífsins alvara í fyrirrúmi. Steinunn Þorbergsdóttir djákni, Valgerður Guðmundsdóttir, Emilía Svavarsdóttir, húsmóðir kirkjunnar og sr. Magnús Björn Björnsson hafa umsjón með samverunum.

Kyrrðarstundir byrja kl.12:00 og á eftir er súpa og brauð. Það er tilvalið að mæta snemma í kirkjuna og taka þátt í því.