Sunnudagaskólinn hefst 5. september 2021.

Sunnudaga kl. 11:00

Sunnudagaskólinn er samtímis messunni á sunndögum kl. 11 frá byrjun september til loka apríl. Með því fyrirkomulagi gefst fjölskyldunni tækifæri til að byrja hvíldardaginn með því að ganga saman til kirkju. Með slíkri kirkjugöngu gefast dýrmætar stundir þar sem börnin læra bænir og söngva og fá tækifæri til þess að kynnast frelsaranum.

Ung börn geta ekki sjálf borið ábyrgð á kirkjusókn sinni og því er það hlutverk foreldra eða afa og ömmu að minna þau á barnastarfið, hvetja þau til þátttöku og fylgja þeim til kirkju.