Pepp Ísland

Fimmtudaga kl. 17:00-19:00. Hefst 19. september 2019.

Pepparar eru hópur fólks sem þekkir fátækt og félagslega einangrun á eigin skinni og ætlar að hittast vikulega í vetur til að efla samstöðu á jákvæðan og lausnarmiðaðan hátt, byggja upp gott félagsstarf og vera talsmenn þessa hóps út í samfélagið þegar þess þarf.
Pepp er grasrótarstarf innan stærri samtaka sem berjast gegn fátækt á Evrópugrundvelli, bæði innan Evrópu og í hverju landi fyrir sig.
Peppstarfið fer þannig fram að fyrst eru rædd þau málefni sem fyrir liggja hverju sinni, síðan er spjallað, eldað og borðað saman og að lokum er gengið frá eftir matinn.
Við tökum þátt í að sporna gegn matarsóun og eldum mat sem við fáum gefins frá ýmsum fyrirtækjum, mat sem annars væri hent vegna dagsetninga, umbúða eða umframlagers.
Það eru allir velkomnir á fundina okkar.

Nánari upplýsingar má fá á heimasíðunni eapn.is
facebook síðunni Pepp Ísland, samtök fólks í fátækt.
á netfanginu peppari@internet.is eða í síma 8686086

Pepp Ísland