Biblíulestrar

Þriðjudagar kl. 10:15 og fimmtudaga kl. 20:00.

Á þriðjudögum kl. 10:15 fer dr.dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur yfir þá biblíutexta sem lesnir verða í guðsþjónustu næsta sunnudags eða næsta helga dags.

Á fimmtudögum (10 vikur á haustmisseri og 10 vikur á vormisseri) heldur dr. Sigurjón Árni biblíulestra í Breiðholtskirkju á vegum Reykjavíkurprófastsdæmis eystra.

Dr. dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson er héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Hann hóf störf sem héraðsprestur 1. apríl 1993. Hann hefur haft skrifstofuaðstöðu í Breiðholtskirkju frá árinu 2001 og þjónað Breiðholtssókn í leyfum presta kirkjunnar.