Aðventusunnudagur í Breiðholtskirkju.

3. desember sem er fyrsti sunnudagur í aðventu, stendur mikið til í Breiðholtskirkju. Við byrjum daginn með fjölskyldumessu kl.11.00 og þar kveikjum við á fyrsta kertinu á aðventukransinum. Síðan syngur kór 6 – 9 ára barna, „kirkjukrakkarnir“,  aðventu og jólalög, en kórinn sló í gegn um síðustu helgi þegar hann söng opinberlega í fyrsta sinn. Svo verður sungið, leikið og margt, margt fleira.

Kl.14.00 er ensk messa sem er opin fyrir alla undir leiðsögn Toshiki Toma.

Kl.20.00 hefst svo AÐVENTUHÁTÍÐ kirkjunnar. undir heitinu „KIRKJAN ÓMAR ÖLL“. Kór Breiðholtskirkju syngur undir stjórn Arnar Magnússonar og leiðir fjöldasöng. Sungin verða aðventu og jólalög. Frumfluttur verður nýr aðventusálmur sem sr.Þórhallur hefur þýtt úr sænsku. Einsöngur Ásta Sigríður Arnardóttir. Hildigunnur Halldórsdóttir leikur á fiðlu með kórnum. Fluttar verða tvær nýjar útsettningar á fornum jólalögum. Fermingarbörn sýna helgileik og sr.Þórhallur flytur stutta hugvekju. Eftir stundina býður Hollvinafélag Breiðholtskirkju upp á heitt súkkulaði og piparkökur í safnaðarheimilinu.

 

Fjölmennum og fögnum aðventu í Breiðholtskirkju!