FJÖLSKYLDUGUÐSÞJÓNUSTA Í BREIÐHOLTSKIRKJU – FESTIVAL FOR ALL FAMILIES NEXT SUNDAY IN BREIÐHOLTSKIRKJA
Fjölskylduguðsþjónusta verður haldin kl.11.00 í Breiðholtskirkju, sem einnig er kölluð Tjaldkirkjan og stundum Indjánatjaldið við Mjódd í almennu tali.
Við syngjum og leikum og heyrum sögur úr Biblíunni. Sr.Þórhallur fer með söfnuðinn í indjánaleik og breytir kirkjunni í indjánakirkju. Síðan tekur við kirkjukaffi í safnaðarheimilinu. Allir hjartanlega velkomnir.
On sunday, 29. oktober, in Breiðholtskirkja we are inviting all families in Breiðholt to our family festival. We beginn att 11.00 in the church with our family-fun-sunday-school, where rev. Þórhallur will lead us into an indian game! All families are welcome!
Tómasarmessa kl.20.00
Stór hópur fólks kemur að undirbúningi hverrar Tómasarmessu og margir sem taka þátt í sjálfri messunni. Tónlistin er fjölbreytt og á léttum nótum, fyrirbænin á stóran sess í messunni svo að allir þeir sem koma geti fengið að reyna þá blessun sem bæn til Drottins ber með sér. Að þessu sinni predikar sr.Þórhallur Heimisson út frá þemanu: „Siðbótardagurinn – er þörf á nýrri Siðbót og vakningu innan kirkjunnar?“.
Tómasarmessan er tækifæri sem enginn má láta fram hjá sér fara.