Messa kl.11.00 Sr. Þórhallur Heimisson er nú ný kominn heim frá ferð sinni til Ísraels með 39 manna hóp. Er þetta í annað sinn sem hann fer með hóp frá Íslandi í slíka pílagrímsför. Gengið var í fótspor Jesú bæði í Ísrael og Palestínu og sögustaðir Biblíunnar heimsóttir. Af því tilefni mun hann segja frá þeirri upplifun að ganga í fótspor Frelsarans við messuna næstkomandi sunnudag 15. október. Messan hefst kl 11.00. Organisti er Örn Magnússon og kór kirkjunnar syngur. Einsöng flytur Ásta Sigríður Arnardóttir. Eftir messuna er kirkjukaffi í safnaðarheimilinu