Kl.11.00 Guðsþjónusta. Fermingarbörn vetrarins og foreldrar þeirra eru boðin sérstaklega velkomin. Prestur er sr.Þórhallur Heimisson. Organisti Örn Magnússon. Fullskipaður kór kirkjunnar syngur.

Eftir guðsþjónustuna er Foreldrafundur fyrir foreldra og fermingarbörn þar sem vetrarstarfið er kynnt.

Kl.11.00 SUNNUDAGASKÓLINN BYRJAR AFTUR! Börn mæta ásamt foreldrum til guðsþjónustunnar en fara síðan með leiðtogum sunnudagaskólans í ssafnaðarheimilið eftir fyrsta sálm. Allir hittast svo í kaffi og djús eftir guðsþjónustu og sunnudagaskóla. Leiðtogar starfsins eru þeir sömu og áður, þær Steinunn og Steinunn! Nýtt efni barnastarfsins verður kynnt. Hægt er að fá nánari upplýsingar um það á barnatru.is.

Fjölmennum til kirkju og byrjum vetrarstarfið með glæsibrag!