Lútersnámskeið verður haldið 4. og 10. maí.
Fyrra kvöldið, 4. maí er í umsjá dr.dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar héraðsprests. Kallast erindi hans „Raunsæ lífshamingja“ – Túlkun Marteins Lúthers á Prédikaranum. Þar mun Sigurjón leiða okkur gegnum kenningu Lúters í ljósi Predikarans og spegla hann í samtíma okkar.
Síðara kvöldið, 10. maí, er í umsjón sr.þórhalls Heimissonar og nefnir hann erindi sitt: „Hrunaárið 1527 og ábyrgð Lúters“. Mun hann skoða viðbrögð Lúters við uppreisn bænda gegn kúgun aðalsins og ábyrgð hans á fjöldamorðunum sem fylgdu í kjölfarið, umsátur Þjóðverja um Róm og eyðingu borgarinnar í kjölfarið og innrás Tyrkja í Evrópu, en allt gerðist þetta árin 1524- 1527.
Námskeiðið byrjar kl.20.00 og er öllum opið.