Sunnudagur 30. apríl
– Vorhátíð kl.11.00. Fjölskylduguðsþjónusta og grillaðar pulsur. Allar kynslóðir velkomnar.
– Tómasarmessa kl.20.00 – Síðasta Tómasarmessa vetrarins
Þriðjudagurnn 2. maí og þriðjudagurinn 8. maí
– „Allt sem þú vildir vita um Biblíuna, en vissir ekki hvern þú ættir að spyrja um“.
Tveggja kvölda námskeið um Biblíuna. Leiðbeinandi er sr.Þórhallur Heimisson. Þar verður pælt í heimildum Biblíunnar, ritunarsögu, sögu þeirra þjóða sem við mætum í Biblíunni, trúarbrögðum sem hafa haft áhrif á bæði gyðingdóm og kristni (Egyptum, Babylóníu, Mesópótamíu, Zóróaster, Baal, Fönikíumenn, Gnóstíkinni, Apókalýptíkinni og Grikkjum) og textum sem ekki fengu náð fyrir augum þeirra sem söfnuðu saman textum Biblíunnar – og spurt um sannleiksgildi þessarar þekktustu bókar sögunnar. Námskeiðið hefst kl.20.00 í kirkjunni, er ókeypis og öllum opið.
Fimmtudagurinn 4. maí og fimmtudagurinn 11. maí
– „Lúter og árið þegar heimurinn hrundi“.
Tveggja kvölda námskeið um Lúter og samtíma hans. Fyrra kvöldið er í umsjá dr.dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar héraðsprests. Kallast erindi hans „Raunsæ lífshamingja“ – Túlkun Marteins Lúthers á Prédikaranum. þar mun Sigurjón leiða okkur gegnum kenningu Lúters í ljósi Predikarans og spegla hann í samtíma okkar.
Síðara kvöldið er í umsjón sr.þórhalls Heimissonar og nefnir hann erindi sitt: „Hrunaárið 1527 og ábyrgð Lúters“. Mun hann skoða viðbrögð Lúters við uppreisn bænda gegn kúgun aðalsins og fjöldamorðin sem fylgdu í kjölfarið, umsátur Þjóðverja um Róm og eyðingu borgarinnar og innrás Tyrkja í Evrópu, en allt gerðist þetta árin 1524- 1527. Námskeiðið hefst kl.20.00, er ókeypis og öllum opið.
Sunnudagurinn 7. maí.
Vorferðalag safnaðarins. Að þessu sinni sækjum við heim Hvalfjörðinn. Brottför frá kirkjunni kl.10.00. Heimkoma kl.16.00. Ferðalangar taki með sér nesti. Áð í Vatnaskógi, í Saurbæ og við Fossá í Kjós. Leiðsögumaður Leifur Þorsteinsson. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 5871500. Allir velkomnir.
Sunnudagurinn 14. maí
Útvarpsmessa kl.11.00