Kl.11.00: Fjölskylduguðsþjónusta og Drop-In skírn. Við fjölskylduguðsþjónustu dagsins fögnum við sumri með sr.Þórhalli Heimissyni og Erni Magnússyni organista. Sungin verða sumarlög, farið í leiki og vorhátíð kirkjunnar undirbúin, en hún verður haldin um næstu helgi.
Við guðsþjónustuna er sérstakelag tekið á móti skírnarbörnum og ástvinum þeirra og boðið upp á sumarskírn. Sr.Þórhallur Heimisson gefur nánari upplýsingar í síma 8917562.