Foreldramorgunn milli kl. 10 og 12. Um er að ræða opið hús  í safnaðarheimilinu alla föstudagsmorgna, þar sem foreldrar geta komið með börn sín og átt notalega stund saman.  Góð aðstaða er í og við kirkjuna fyrir vagna og kerrur, einnig eru dýnur og leikföng í safnaðarheimilinu.  Alltaf er notalegt spjall yfir te eða kaffibolla en stundum koma góðir gestir í heimsókn með fræðslu sem snýr að umönnun eða uppeldi barna.

Í dag kemur Steinunn Gylfadóttir hjúkrunarfræðingur og Kúndalíni – jógakennari í heimsókn og verður með fræðsluerindi og hugleiðslu fyrir foreldra barna. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Umsjón með starfinu hefur Emilía G. Svavarsdóttir