Helgina 24. mars – 26. mars sækir yfirhershöfðingi Hjálpræðishersins André Cox heim Ísland og verður með samkomur í Breiðholtskirkju föstudag kl.20. og laugardag kl.16.00.
Sunnudag verður sameiginleg fjölskylduhátíð Breiðholtskirkju og Hjálpræðishersins kl.11.00 sem André Cox, sr.Þórhallur Heimisson, Örn Magnússon organisti kirkjunnar og tónlistarfólk Hjálpræðishersins annast. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Tómasarmessa kl. 20:00.
Sr. Ólafur Jóhannsson, prédikar út frá þemanu „Samfélag trúaðra“. Þorvaldur Halldórsson leiðir tónlistina ásamt Tómasarmessusönghópnum. Fyrirbænir, hugleiðing, söngur og gleði. Að messu lokinni er boðið upp á kaffi og aðra hressingu í safnaðarheimilinu.