Messa kl.11.00. Prestur sr.Þórhallur Heimisson. Í predikun dagsins fjallar hann um samfélagsleg áhrif siðbótarinnar, en í ár er þess minnst að 500 ár eru liðin frá því að Marteinn Lúter hóf umbyltingarstarf sitt er leiddi til siðbótarinnar. Organisti er Örn Magnússon. Kór Breiðholtskirkju syngur.

Sunnudagaskóli er á sama tíma í umsjón Steinunnar og Steinunnar. Byrjað er í kirkjunni kl. 11.00 en síðan heldur starfið áfranm í safnaðarheimilinu.

Kaffi og meðlæti í safnaðarheimilinu eftir messu og sunnudagaskóla.

 

Ensk messa kl. 14. Prestur sr. Toshiki Toma. Organisti er Örn Magnússon.