Jólaball Breiðholtskirkju kl.11.00. Við byrjum með helgistund þar sem kveikt er á fjórða aðventuljósinu. Sr.Þórhallur segir jólasögu og síðan syngjum við jólalög við flygilinn, undir leiðsögn Arnar Magnússonar organista. Að því búnu verður gengið kringum jólatréð í kirkjunni og sungið og trallað. Aldrei er að vita nema jólasveinninn komi í heimsókn. Allir eru hjartanlega velkomnir.