Hátíðarguðsþjónusta verður á uppstigningardag í Seljakirkju 5. maí kl. 14. Sr. Þórhallur Heimisson, settur sóknarprestur í Breiðholtssókn predikar. Karlakórinn “einn tvöfaldur” leiðir safnaðarsöng. Eldri borgurum boðið sérstaklega til guðsþjónustunnar og í veglegt kaffisamsæti að lokinni messu sem Soroptimistaklúbbur Bakka og Selja sér um. Einnig bjóðum við til okkar eldri borgurum úr Breiðholtskirkju og Fella og Hólakirkju. Njótum þess að fagna saman á degi aldraðra í kirkjunni.