Vorhátíð fjölskyldunnar kl.11.00. Hátíðin byrjar í kirkjunni með léttri fjölskyldustund þar sem sr.Þórhallur Heimisson segir sögu og fer með alla í sumarleik, Steinunn og Steinunn úr sunnudagaskólanum leiða söng og Örn Magnússon organisti leikur undir. Eftir stundina býður sóknarnefnd til pylsuveislu við útigrillið með harmonikkuleik og útileikjum. Allir eru hjartanlega velkomnir!