Messa kl.20.00. Prestur sr. Gísli Jónasson, kór Breiðholtskirkju syngur, organisti Örn Magnússon. Getsemanestund í lokin þar sem slökkt verður á kertum og öllum ljósum kirkjunnar og munir teknir af altarinu og 5 rauðar rósir settar í staðinn, sem eiga að minna á sár Krists. Þetta er áhrifamikil stund sem leiðir okkur inn í íhugun píslarsögunnar.