Hátíðarmessa kl.08.00.Prestur sr. Þórhallur Heimisson. Kór kirkjunnar leiðir söng. Organisti Örn Magnússon. Tendrað verður á páskakertinu, sem lýsa mun í kirkjunni næsta árið sem vitnisburður um sigur lífsins. Messuhópur les ritningartexta og bænir. Að messu lokinni verður sameiginlegur morgunverður í safnaðarheimilinu þar sem allir eru hvattir til að taka eitthvað með sér til að leggja á sameiginlegt hlaðborð. Þessi samvera á páskadagsmorgni er ákaflega ánægjuleg og flestum ómissandi, sem eitt sinn hafa tekið þátt.