Í dag höldum við upp á KONUDAGINN með messu og sunnudagaskóla kl.11.00. Prestur er sr.Þórhallur Heimisson og organisti Örn Magnússon. Kór kirkjunnar leiðir söng. Eftir messuna er KONUDAGSKAFFI í safnaðarheimilinu, hlaðið kræsingum, í umsjá Hollvinafélags Breiðholtskirkju. Þar verður tekið við frjálsum framlögum til styrktar kirkjunni. Konur eru boðnar sérstaklega velkomnar og allir sem vilja gleðja konur í tilefni dagsins!