Að skoða hið augljósa? Guðfræði Jóhannesar.

Fyrirlestraröð í Breiðholtskirkju fimmtudagskvöld kl. 20 – 22.

Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur fjallar um guðfræðina í guðspjalli Jóhannesar.  Það má segja að meðan samstofna guðspjöllin (matt, mark og lúk) fjalla um verk og hlutskipti Jesú þá fjalli Jóhannes meira um hver Jesú er og örlög hans.

Farið verður í nokkrar lykiltexta, eins og jólaguðspjall Jóhannesar m.a texta um æðstaprestsbænina, kraftaverk, krossfestingu, upprisu og fleiri.

Hér er á ferðinni spennandi námskeið þar sem leitast er við að svara spurningum þeirra sem vilja vita meira.

Um kennarann:  Dr. Sigurjón Árni er einn fremsti fræðimaður íslendinga í guðfræði. Hann starfar sem héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra og leiðir þar predikunnarsamfélag presta.  Hann hefur kennt guðfræði bæði við Háskóla Íslands og einnig við Háskólann í Kiel í Þýskalandi.  Sigurjón hefur einnig gefið út fjölda bóka um guðfræði og er án vafa afkastamesti guðfræðihöfundur landsins. Nú síðast kom út bókin: Trú, von og þjóð – Sjálfsmynd og staðleysur.

Á námskeiðinu verður boðið upp á fyrirlestur og síðan verða umræður um efnið yfir kaffibolla þar sem þátttakendur eru hvattir til að leggja til umræðunnar