Nú tökum við forskot á jólin í Breiðholtskirkju. Kl.11.00 hefjast jólasöngvar fjölskyldunnar í kirkjunni. Kór kirkjunnar syngur alla gömlu góðu jólasöngvana  undir stjórn Örns Magnússonar. Allir syngja með, hver með sínu nefi, og hægt er að koma með óskalag. Sr.Þórhallur Heimisson segir jólasögu og fer með börnin í jólaleik. Jólasöngvunum lýkur með því að gengið verður kringum jólatré kirkjunnar. Og hver veit nema jólasveinninn komi í heimsókn með eitthvað gott í pokahorninu?