Messa kl. 11. Prestur sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. Sunnudagaskóli á sama tíma í safnaðarheimilinu. Gerðubergskórinn syngur. Stjórnandi  er Kári Friðriksson og undirleikari Árni Ísleifs.  Að messu lokinni verður boðið upp á kaffiveitingar í safnaðarheimilinu og aldrei að vita nema kórinn taki einhver létt og skemmtileg jólalög yfir kaffibollanum.

19.00 Trúarbragðaskóli Breiðholtskirkju, – þriðji hluti: Íslam í sögu og samtíð. Leiðbeinandi sr.Þórhallur Heimisson

Jólatónleikar kirkjukórsins kl.20.00. Kórinn flytur fjölbraytta aðventu og jólatónlist undir stjórn Arnar Magnússonar. Jólastemmning og kertaljós prýða þessa stund. Kórinn frumflytur nýtt jólalag eftir Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur. Organisti með kórnum er Steingrímur Þórhallsson. Aðgangur 2000 kr.