Það er ómissandi hefð að byrja aðventuna með helgri stund í Breiðholtskirkju. Á aðventukvöldi safnaðarins, fyrsta sunnudag í aðventu, verður boðskapur og tilhlökkun aðventunnar fönguð í hátíðarstemningu. Kirkjukórinn flytur aðventu- og jólasöngva og fermingarbörnin sýna helgileik um ljósið sem skín í myrkrinu. Hugleiðingu kvöldsins flytur Þórir Guðmundsson, deildarstjóri Rauða krossins í Reykjavík. Að stundinni lokinni munu sóknarnefndin og Hollvinafélagið bjóða upp á heitt súkkulaði og smákökur í safnaðarheimilinu þar sem tækifæri gefst til þess að styrkja Hollvinafélagið. Með aðventukvöldinu hefst jólaundirbúningur safnaðarins og eru allir hvattir til þess að njóta þess fjölbreytta helgihalds sem kirkjan býður upp á í desember.