Sunnudaginn 22. nóvember verða tvær guðsþjónustur í kirkjunni:

Kl. 11 verður fjölskylduguðsþjónusta í umsjá í umsjá Steinunnar Þorbergsdóttur, djáknakandídats og sr.Þórhalls Heimissonar. Sögð verður saga úr Biblíunni, Farið í leiki  og mikið verður sungið af sunnudagaskólalögum og barnasálmum við undirleik Örns Magnússonar.  Allir fá fallegan límmiða á plakatið sitt og í lokin verður hressing í safnaðarheimilinu.

Kl. 20 Tómasarmessa – Jesús, þú og náunginn? Þriðja Tómasarmessa vetrarins er helguð þessari mikilvægu spurningu.  Gott tækifæri gefst í Tómasarmessunni til þess að biðja og fá fyrirbæn fyrir því sem hver og einn ber með sér.  Þorvaldur Halldórsson sér um tónlistina og lofgjörðina í messunni ásamt sönghópi frá Kristilegu skólahreyfingunni.  Tómasarmessan er um margt frábrugðin hefðbundinni sunnudagsmessu og er henni ætlað að gefa nýja nálgun og upplifun þátttakenda á orði Guðs og anda.  Eftir messuna er boðið upp á te og molasopa í safnaðarheimilinu þar sem hægt verður að spjalla saman og ræða nánar um efni messunnar við presta, djákna eða aðra sem tóku þátt í messunni.  Verið velkomin í Tómasarmessurnar í vetur!