Sunnudaginn 15. nóvember opnar ljósmyndasýningin Trú von og kærleikur í Breiðholtskirkju. Myndirnar sem sýndar verða eru eftir Vigdísi Valgerði Pálsdóttur. Vigdís er fædd í Reykjavík 24.5 1948. Hún er áhugaljósmyndari og hefur áhuga á landslags og útivistar myndum. Vigdís er grunnskólakennari og starfaði í 41 ár sem flugfreyja hjá Icelandair. Hún sýnir hér 15 myndir.