Messa kl. 11. Sr. Þórhallur Heimisson þjónar og predikar út frá þemanu „HVAÐ MEÐ HEIMSENDI?“. Messuþjónar lesa ritningarlestra og bænir, fermingarbörn aðstoða og Örn Magnússon leikur á orgelið. Félagar úr kór kirkjunnar leiða almennan safnaðarsöng. Molasopi í safnaðarheimilunu eftir messu.
Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Steinunnar og Steinu. Þær munu eiga notalega samverustund í safnaðarheimilinu, syngja, segja sögu, heilsa upp á skemmtilegar brúður og síðan fá allir fallegan límmiða á límmiðaspjaldið sitt. Einnig verður ávaxtahressing í lokin og kaffisopi fyrir foreldrana.