Fyrsta samvera okkar í félagsstarfinu, Maður er manns gaman, verður n.k. miðvikudag klukkan 13:30.  Við hefjum starfið með því að taka í spil og spjalla saman.   Eftir stundina munum við hittast annan hvern miðvikudag í kirkjunni, en dagskrá vetrarins verður sett inn síðar í vikunni.  Það er góð hugmynd að bjóða vinum og kunningjum með í kirkjuna og eiga þar stund saman, því maður er jú manns gaman.

Kyrrðarstundirnar eru á sínum stað, á hverjum miðvikudegi klukkan 12:00.  Eftir hana er léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu.

Kirkjuprakkarar mæta í kirkjuna klukkan 16:00.  Þá ætlum við að masa saman um það sem gerðist hjá okkur í fríinu og skoða nýju prakkarabækurnar okkar.

Já það er svo sannarlega kátt í kirkjunni þegar við hittumst þar.