Sunnudaginn 5. maí verður farið í hina árlegu safnaðarferð.  Að þessu sinni liggur leiðin til Þorlákshafnar þar sem við munum eiga góða stund í kirkjunni.  Eftir hádegishressing í eða við Þorlákshafnarkirkju verður ekið að Strandakirkju þar sem staðarhaldari mun segja okkur frá sögu kirkjunnar.  Því næst verður ekið að Herdísarvík og stoppað þar góða stund ef veður leyfir.  Ekið verður síðan um Krísuvík og heim aftur. 

Ferðin kostar 2500 kr. en ókeypis er fyrir börn yngri en 14 ára í fylgd fullorðinna.  Nauðsynlegt er að taka með sér nesti fyrir hádegishressinguna en Hollvinafélag kirkjunnar býður upp á kaffi og djús. 

Lagt verður af stað frá kirkjunni kl. 10 og áætluð heimkoma er um kl. 16.  Skráning er í síma 587 1500 eða á breidholtskirkja@kirkjan.is.