Sóknarnefnd, sóknarprestur og starfsfólk Breiðholtskirkju óskar þér gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Verið hjartanlega velkomin til kirkju um hátíðarnar.
Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 18:00 í Breiðholtskirkju. Sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar fyrir altari og prédikar, organisti er Arngerður María Árnadóttir og Alexandra Kjeld, Auður Gudjohnsen, Helgi Steinar og Hjálmar Pétursson syngja.
Jóladagur: Sameiginleg hátíðarmessa í Fella- og Hólakirkju kl. 14:00, sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar. Birgitta Kristjánsdóttir, Drífa Nadía Thoroddsen, Katrín Hildur Jónasdóttir og Matthildur Gunnarsdóttir syngja og Matthías V. Baldursson leikur á orgelið.
Annar dagur jóla: Ensk jólamessa alþjóðlega safnaðarins. Sr. Toshiki Toma og sr. Árn Þór Þórsson þjóna. Organisti er Örn Magnússon.
Gamlárskvöld: Aftansöngur kl. 18, sr. Árni Þór Þórsson þjónar fyrir altari og prédikar. Organisti er Matthías V. Baldursson og Drífa Nadía Thoroddsen syngur.
Á Nýársdag er hátíðarmessa kl. 14:00 í Fella- og Hólakirkju þar sem sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar fyrir altari og prédikar, organisti er Matthías V. Baldursson og Drífa Nadía Thoroddsen syngur.
„“Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag frelsari fæddur sem er Kristur Drottinn í borg Davíðs.“
