Næsta sunnudag er allra heilagra messa.

Í tilefni af því verður sameiginleg kvöldmessa í Fella- og Hólakirkju kl. 20:00.

Sr. Pétur Ragnhildarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Bjarka Geirdal.

Friðrik Karlsson gítarleikari og Matthías V. Baldursson tónlistarstjóri Breiðholtsprestakalls flytja hugljúfa íhugunartónlist eftir Friðrik Karlsson í bland við þekkta sálma sem útsettir eru sérstaklega fyrir þessa stund. Sérstakur gestur verður söngkonan Drífa Nadía Thoroddsen.

Minningarstund látinna ástvina fer fram í guðsþjónustunni við kertaljós.

Verið hjartanlega velkomin.

Það verður því ekki messa kl. 11 í Breiðholtskirkju eins og venjulega.