Sunnudaginn 19. október verður messa í Breiðholtskirkju klukkan 11:00. Sr. Bjarki Geirdal þjónar fyrir altari og prédikar. Matthías V. Baldursson sér um tónlist og leiðir safnaðarsöng. Beint eftir messu mun Hollvinafélag Breiðholtskirkju og Kvenfélag Breiðholts sjá um bingó og flóamarkaður í safnaðarheimili kirkjunnar en það er hluti af fjáröflun fyrir kirkjuna. Auk þess verða vöfflur til sölu.