Sóknarnefndir Fella- og Hólasóknar og Breiðholtssóknar auglýsa lausa stöðu organista/kórstjóra við Breiðholtsprestakall.
Í Breiðholtsprestakalli eru tvær sóknarkirkjur, Breiðholtskirkja og Fella- og Hólakirkja og fer fram reglulegt helgihald í báðum kirkjum.
Hljóðfærakostur kirknanna er veglegur. Í Fella- og Hólakirkju er 23. radda pípuorgel frá Marcussen og Søn Orgelbyggeri í Danmörku og fallegur Steinway flygill. Í Breiðholtskirkju er 19. radda orgel smíðað af Björgvini Tómassyni orgelsmiði auk flygils. Kirkjurnar eru vinsælar til tónleikahalds og búa yfir einstökum hljómburði.
Við Breiðholtsprestakalli starfa tveir prestar, djákni, kirkjuverðir og leiðtogar í æskulýðsstarfi ásamt sóknarnefnd og sjálfboðaliðum.
Organista er falin tónlistarstjórn prestakallsins og gegnir afar mikilvægu hlutverki í kirkjustarfinu.
Um er að ræða starf frá 1. september 2025 eða eftir nánara samkomulagi.
Helstu starfsskyldur organista/kórstjóra eru:
Að leiða og stýra tónlistarstarfi prestakallsins.
Að leika undir í helgihaldi, athöfnum og kirkjulegu starfi.
Að stýra og hafa umsjón með kór.
Að leiða tónlist í vikulegum kyrrðarstundum í Breiðholtskirkju.
Undirleikur í samsöng eldri borgara, auk annara tilfallandi verkefna.
Umsjón með hljóðfærum kirkjunnar og styðja við annað safnaðarstarf, t.d við fermingar, í samstarfi við sóknarprest, sóknarnefnd og starfsfólk kirkjunnar.
Taka þátt í undirbúningi og framkvæmd menningarviðburða safnaðarins.
Hæfniskröfur;
Kirkjutónlistarmenntun frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar eða öðru sambærilegu viðurkenndu námi.
Reynsla af tónlistarflutningi við helgihald er æskileg, góð reynsla af kórstjórn, sjálfstæðum vinnubrögðum, hugmyndaauðgi, vilji og geta til að starfa í teymisvinnu.
Launakjör, réttindi og skyldur eru samkvæmt kjarasamningi Þjóðkirkjunnar og Félags íslenskra organista FÍO.
Umsóknarfrestur er til 5. júní nk.
Nánari upplýsingar gefur sr. Pétur Ragnhildarson, sóknarprestur í Breiðholtsprestakalli frá og með 1. júlí, s: 8662574 og á netfanginu petur.ragnhildarson@kirkjan.is
Umsóknum skal skilað á netfangið – fellaogholakirkja@fellaogholakirkja.is