Skírdagur, 17. apríl.
Heilög kvöldmáltíð og Getsemanestund kl. 20:00. Prestur sr. Jón Ómar Gunnarsson. Organisti Örn Magnússon.
Föstudagurinn langi, 18. apríl.
Í fyrra flutti Kór Breiðholtskirkju verkið Passía eftir Ingibjörgu Ýri Skarphéðinsdóttur fyrir troðfullri Breiðholtskirkju og nú er komið að því að endurtaka leikinn. Passía er ofsalega fallegt verk samið við biblíutexta, Passíusálma Hallgríms Péturssonar og brot úr sögunni Undir sverðsegg eftir Jakobínu Sigurðardóttur. Þessir tónleikar verða jafnframt þeir síðustu hjá Kór Breiðholtskirkju í núverandi mynd þar sem Örn Magnússon er að láta af störfum sem organisti Breiðholtskirkju og því síðast séns að koma og njóta með okkur. Einsöngvarar eru Áslákur Ingvarsson, Ásta Sigríður Arnardóttir, Bergþóra Ægisdóttir og Hafsteinn Þórólfsson. Hljóðfæraleikarar eru Guðný Einarsdóttir, Óskar Guðjónsson, Steinunn Vala Pálsdóttir og Össur Ingi Jónsson. Miðaverð er 3.500 kr. og er hægt að kaupa sér miða á tix.is.
Páskadagur – 20. apríl.
Hátíðarmessa kl. 09:00. Prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir, prófastur. Kór Breiðholtskirkju syngur undir stjórn Arnar Magnússonar organista. Morgunverður í safnaðarheimili eftir messu, þar sem allir koma með meðlæti og leggja á borð.
Guðsþjónusta alþjóðlega safnaðarins á páskadag á ensku kl. 14:00. Prestar: Sr. Toshiki Toma og sr. Árni Þór. Organisti: Örn Magnússon.