Næsta sunnudag, 16. júní er göngumessa í Seljakirkju.

Gengið verður frá Breiðholtskirkju kl. 10:00 til guðsþjónustu í Seljakirkju kl. 11:00.

Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar.

Kór Seljakirkju leiðir safnaðarsönginn undir stjórn Tómasar Guðna organista.

Eftir stundina verður veglegt kaffihlaðborð.

Gönguguðsþjónusturnar í Breiðholti eru orðnar að áralangri hefð. Þetta eru góðar og uppbyggilegar stundir og hvetjum við Breiðhyltinga nær og fjær til að taka þátt. Þau sem treysta sér ekki í gönguna geta mætt beint í guðsþjónustuna.

23. júní er gengið frá Seljakirkju að Fella- og Hólakirkju.

30. júní er gengið frá Breiðholtskirkju að Seljakirkju.

7. júlí er gengið frá Seljakirkju að Fella- og Hólakirkju.

Gönguhópurinn síðasta sunnudag fyrir utan Breiðholtskirkju