Næsta sunnudag verður Hallgrímsmessa kl. 11:00 í Breiðholtskirkju.

Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar fyrir altari og prédikar.

Hallgrímsmessa er einstakur viðburður sem á upptök sín í Breiðholtskirkju. Messan er sungin á fyrsta sunnudegi í október ár hvert. Fornt messutón úr Graduale frá Hólum í Hjaltadal er sungið ásamt sálmum sr. Hallgríms Péturssonar o.fl.

Hallgrímsmessa er eingöngu sungin þ.e. ekkert hljóðfæri er notað við messugjörðina og forsöngvarar eru úr hópi kórfélaga. Nánar um messuna hér – Hallgrímsmessa.

Verið hjartanlega velkomin.

Ensk messa Alþjóðlega safnaðarins kl.14:00
Sunnudagaskóli fyrir smá börn á sama tíma í safnaðarheimili.

Prestur Toshiki Toma.
Organisti Örn Magnússon.