Næsta sunnudag, 24. sept, klukkan 11:00 verður fjölskyldumessa í Breiðholtskirkju.

Þetta verður skemmtileg stund þar sem verður sögð biblíusaga, mikið sungið og slegið á létta strengi.

Sr. Pétur Ragnhildarson og sr. Jón Ómar Gunnarsson leiða stundina ásamt Nönnu Birgisdóttur Hafberg.

Fjölskyldumessan er sameiginleg á vegum safnaðanna í Breiðholtsprestakalli.

Eftir stundina verður kirkjugestum boðið upp á pylsur.

Allar fjölskyldur velkomnar.

 

Í Fella- og Hólakirkju verður Barokkmessa kl. 17 og er þeim kirkjugestum sem vilja frekar sækja hefðbundnari messu bent á að fara þangað. Nánari upplýsingar um messuna sem er hluti af forntónlistarhátíð 2023, má finna hér – Barokkmessa.