Gönguguðsþjónustur safnaðanna í Breiðholti halda áfram. Að þessu sinni verður gengið frá Fella-og Hólakirkju kl. 10 til Seljakirkju þar sem messan hefst kl. 11. Sr. Sigurður Már Hannesson þjónar og predikar. Félagar úr kór Seljakirkju leiða safnaðarsöng undir stjórn Tómasar Guðna Eggertssonar, organista.
Verið öll hjartanlega velkomin!