Sunnudaginn 25. júní verður göngumessa í Fella-og Hólakirkju kl. 11. Að þessu sinni verður safnast saman í Seljakirkju og gengið þaðan saman til kirkju í Efra Breiðholti kl. 10. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar  og kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur, organista. Eftir messuna verður messukaffi að hætti Bjarkeyjar kirkjuvarðar. Verið hjartanlega velkomin.