Sunnudaginn 11. júní kl. 11 verður önnur göngumessa sumarins og verður hún að þessu sinni í Breiðholtskirkju. Gengið verður frá Fella- og Hólakirkju klukkan 10.00 og er ferðinni heitið til Breiðholtskirkju. Þar hefst messa klukkan 11.00, þar sem sr. Jón Ómar Gunnarsson predikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr kór Breiðholtskirkju leiða safnaðarsöng undir stjórn Arnar Magnússonar organista.

Kl.14 verður ensk messa Alþjóðlega safnaðarins í Breiðholtskirkju. Prestar Toshiki Toma og Ása Laufey Sæmundsdóttir, organisti Örn Magnússon.

Verið öll hjartanlega velkomin!