Nú er skráning í fermingarfræðslu og fermingar vorið 2024 hafin og ættu öll börn í sókninni fædd árið 2010 að hafa fengið kynningarbréf frá kirkjunni. Foreldrum og forráðafólki er boðið til kynningarfundar miðvikudaginn 24. maí kl. 20:00 í Fella- og Hólakirkju.
Ferming er alltaf stór stund í lífi hvers ungmennis og fermingarfræðslan gott veganesti út í lífið. Við leggjum okkur fram um að gera fermingarveturinn eftirminnilegan, þroskandi og innihaldsríkan og verður boðið upp á fjölmarga skemmtilega viðburði líkt og fermingarferð í Vatnaskóg og fermingarmót með öllum fermingarbörnum í Breiðholti.
Það eru fræðslutímar í hverri viku yfir veturinn og er viðfangsefnið þar fyrst og fremst kærleiksboðskapur Jesú og grunnatriði kristinnar trúar. Einnig er rík áhersla á sjálfstyrkingu, hópefli og lifandi fræðslu. Undanfarin ár hefur fermingarfræðslan verið sameiginleg í Fella- og Hólakirkju og Breiðholtskirkju og það komið sérstaklega vel út. Umsjón með fermingarfræðslunni hafa sr. Jón Ómar og sr. Pétur.
Nánari upplýsingar um fermingarstarfið má finna hér.
Skráning í fermingar í vor er hafin og fer fram hér: https://breidholtsprestakall.skramur.is/input.php?id=1
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest á foreldrafundinum 24. maí.