Jólatónlaikar verða á sunnudagskvöld kl.20:00 í Breiðholtskirkju.
Sönghópurinn Marteinn og Kór Breiðholtskirkju leggja saman krafta sýna og raddir til að búa til innilega jólastemningu.

Stjórnandi Kórs Breiðholtskirkju er Örn Magnússon.

Kórarnir syngja í sitthvoru lagi en syngja svo saman nokkrar klassískar perlur.

Sönghópurinn Marteinn er skipaður fólki sem einhverntíma á áratugunum í kringum aldamótin söng í Dómkórnum í Reykjavík undir stjórn Marteins heitins Friðrikssonar, dómorganista. Kórstarfið er mismunandi reglubundið en í sumar tóku þau þátt í kóramóti Corearte-samtakanna á Tenerife.

Þrjú úr sönghópnum deila ábyrgðinni á stjórn Sönghópsins; Þórunn Björnsdóttir, alvanur barnakórstjóri úr Kópavogi, Sigmundur Sigurðsson sem annars er mjólkurbílstjóri á Suðurlandi og Kristín Valsdóttir, deildarforseti Listkennsludeildar Listaháskólans.

Aðgangseyrir 2.000 kr.
Posi á staðnum