Aðventustund Breiðholtssafnaðar og Alþjóðlega safnaðarins fer fram næsta sunnudag kl 14.

Umsjón með stundinni hafa prestar Alþjóðlega safnaðarins, sr. Toshiki Toma og sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir ásamt sr. Pétri Ragnhildarsyni, presti í Breiðholtsprestakalli og Steinunnar Þorbergsdóttur djákna Breiðholtssafnaðar.

Örn Magnússon organisti leiðir tónlistina.

Stundin fer fram á ensku og íslensku og verður í senn fjölbreytt, létt og hátíðleg.

Eftir stundina verða skreyttar piparkökur.

Verið hjartanlega velkomin.