Frá og með sunnudeginum 6. nóvember á allra heilagramessu, visiterar biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, Breiðholtsprestakall.
Sunnudagunn 6. nóvember mun hún prédika við guðsþjónustu í Fella- og Hólakirkju kl. 17:00. Prestar Breiðholtsprestakalls taka þátt í guðsþjónustunni. Minningarstund látinna ástvina fer fram í guðsþjónustunni og sunnudagaskóli er á sama tíma. Léttur kvöldverður eftir helgihaldið.
Miðvikudaginn 9. kl.12:00 mun Agnes biskup einnig taka þátt í kyrrðarstundinni í Breiðholtskirkju og heimsækja kirkjustarf eldri borgara eftir kyrrðarstundina.
Fimmtudaginn 10. situr Agnes biskup sameiginlegan sóknarnefndarfund Breiðholtssóknar og Fella- og Hólasóknar í Breiðholtskirkju.
Og að lokum mun Agnes biskup heimsækja og ávarpa Alþjóðlega söfnuðinn í Breiðholtskirkju í guðsþjónustu sem haldin verður sunnudaginn 13. nóvember kl.14:00.