Fella- og Hólakirkja: Næsta sunnudag, 21. ágúst, kl. 11:00, verður mikil hátíð í Breiðholtsprestakalli þegar sr. Jón Ómar Gunnarsson og sr. Pétur Ragnhildarson verða settir í embætti í prestakallinu.

Sr. Bryndís Malla Elídóttir prófastur setur sr. Jón Ómar inn sem sóknarprest og sr. Pétur sem prest og þjóna þau öll fyrir altari auk sr. Magnúsar Björns Björnssonar. Kór Fella- og Hólakirkju syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Grímur Helgason leikur á klarinett og Örn Magnússon, organisti í Breiðholtskirkju, leikur eftirspil.

Að stundinni lokinni verður boðið upp á léttar veitingar.

Breiðholtskirkja: Guðsþjónusta Alþjóðlega safnaðarins kl. 14. Sr. Toshiki Toma og sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir þjóna. Organisti er Örn Magnússon.

The International Congregation in Breiðholtskirkja. Christian Service at 2pm. Pastors rev. Toshiki Toma and rev. Ása Laufey Sæmundsdóttir. Organist Örn Magnússon.