Kyrrðarstundir eru ávalt í hádeginu á miðvikudögum í Breiðholtskirkju. Í guðsþjónustunni er hugleiðing, fyrirbænir og altarisganga. Bænarefnum má koma á magnus@breidholtskirkja.is. Eftir kyrrðarstundina er hádegisverður. Verð kr. 1500-. Kl. 13.15 hefst samvera eldri borgara, Maður er manns gaman. Stundin hefst með stólaleikfimi, síðan er ýmislegt á dagskrá. Allir eru hjartanlega velkomnir hvenær sem er og án fyrirvara. Umsjón: Steinunn Þorbergsdóttir djákni, Valgerður Guðmundsdóttir, Emilía Svavarsdóttir og sr. Magnús Björn Björnsson.