Verið hjartanlega velkomin á tónleika Kórs Breiðholtskirkju í kirkju Krists konungs á Landakotshæð 5. apríl n.k. kl. 20.

Kórinn flytur fléttu af ódauðlegum, fimmm radda mótettum Palestrina og tónlist helgaðri Maríu.

Texti mótettanna er úr Ljóðaljóðum Biblíunnar en lofsöngvarnir til Maríu byggja á handritunum AM 461 og Rask 98 (Melódía).

Stjórnandi: Örn Magnússon