Kirkjuvörður  Breiðholtskirkja

Breiðholtskirkja óskar eftir að ráða kirkjuvörð í fullt starf. Krafa er gerð um hæfni í mannlegum samskiptum, snyrtimennsku og sjálfstæð vinnubrögð.  Kirkjuvörðurinn þarf að vera handlaginn, nærgætinn og hugulsamur

Kirkjuvörður sér um daglegan rekstur safnaðarheimilis og kirkju,öll þrif,  umhirðu lóðar, snjómokstur og innkaup.

Borgar reikninga og svarar tölvupóstum.

Sér um útleigu á kirkju vegna tónleika í samráði við sóknarnefnd.Sér um útleigu á safnaðarsal í samráði við húsmóður kirkjunnar og gefur út reikninga vegna leigu.

Greiðir út laun.

Undirbýr messur, kyrrðarstundir og aðrar athafnir og gengur frá á eftir.

Situr sóknarnefndarfundi og fundi íframkvæmdanefnd.

Stjórnar vikulegum starfsmannafundum.

Kirkjuvörður er skráður eldvarnarfulltrúi hjá shs.is (Slökkvilið höfuðborgarsvæðins) og ber ábyrgð á eldvörnum.

 

 Starfið veitist frá 1. júní 2022 eða eftir nánara samkomulagi.

Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á breidholtskirkja@kirkjan.is

Umsóknarfrestur er til og með 19.apríl 2022