Loksins, loksins. Tómasarmessa sunnudaginn 31. október kl. 20. Yfirskrift: Verum glöð í voninni.

Tómasarmessa er góð upplifun

Loksins, loksins. Tómasarmessa sunnudaginn 31. október kl. 20.
Yfirskrift: Verum glöð í voninni.

Fyrsta Tómasarmessan frá því í byrjun covid19 faraldursins verður í Breiðholtskirkju, tjaldkirkjunni í Mjódd, n.k. sunnudagskvöldið 31. október kl. 20.
Það er okkur mikil gleði að geta nú loksins aftur haldið af stað með þessar messur, sem margir hafa saknað, og verður þetta því mikil fagnaðar- og gleðistund.
Þema messunnar verður: „Gleði í voninni“. Fimm prestar og djáknar sjá um altarisþjónustuna, sr. Magnús Björn Björnsson prédikar og Matthías V. Baldursson leiðir tónlistina ásamt Páli Magnússyni.